Jæja dúllurnar mínar. Þá er loksins komið að nýrri færzlu, næstum hálfu ári síðan síðasta færzla leit dagsins ljós.
Það sem á daga mína hefur drifið er svosem ekki ýkja mikið. Ég hef komið mér vel fyrir í vinnunni hjá ÍSOR og fór í borholumælingar eins og bavíani í sumar og haust, vakt eftir vakt. Það gaf vel í aðra hönd, en var svolítið lýjandi til lengdar. Nú er svo komið að borarnir eru meira og minna stopp og því eru engar vaktir eins sem stendur. Ekki er útlit fyrir að það verði neinar vaktir fyrr en í apríl. Þá skapazt upplagt tækifæri til að taka til innanhúss og vinna verkefni sem hafa setið á hakanum sökum anna í borholumælingum. Ég verð einn aðalmaðurinn í teymi sem á að taka gagna- og gæðamálin föstum tökum og verður gaman að takast á við það.
Ég fór til Tenerife fyrri hluta nóvember og var í 3 vikur í sólskini, hita og ódýru víni... Það var indælt og varð ég meira að segja brúnn og sætur - eh, alla vega brúnn... Eftir því sem júgrið hækkaði gagnvart krónu, lokaði ég veskinu smátt og smátt og kom með yfir 1.500 júgur til baka. Ég ætla að geyma þau vel og selja þegar krónan lækkar aftur niður fyrir allar hellur...
Ég tók ákvörðun um að gera upp bílskúrinn og skipta um á þökum eftir áramótin og leigja svo skúrinn út. Það verður gott og ætla ég að láta hann borga niður húsnæðislánið smátt og smátt. Mér reiknast svo til að það muni taka um 11 ár að borga það niður og þá á ég allt skuldlaust!
Knús og kossar, SV
miðvikudagur, 10. desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)