mánudagur, 26. maí 2008

Leti

Ég hef ekki verið duglegur að setja inn færzlur hér, en það stendur til bóta. Ég er hættur að skrifa á moggabloggið af þeirri ástæðu að mér finnst ekki hægt að selja auglýsingar við vefbók venjulegs fólks úti í bæ. Jú, þetta er vízt ókeypis, en það er bloggspottinn líka og ekki auglýsa þeir svona!

Fyrir þá sem ekki vita, var mér sagt upp hjá Símanum fyrir 1. maí og hef ég verið í atvinnuleit síðan. Ég var búinn að fara í eitt viðtal og var býsna heitur fyrir því starfi, en skyndilega var hætt við að ráða og staðan sett í salt, a.m.k. fram að hausti.

Nokkrir vinir og kunningjar hafa hvatt mig til að sækja um í þeirra fyrirtækjum og virðist vanta tölvunarfræðinga víða, þrátt fyrir bölsbænir úti um allan bæ.

Ég er með eitt járn í eldinum sem ég ætla að klára áður en ég fer að sækja um annars staðar. Meira um það síðar.