mánudagur, 28. september 2009

Brugg, brugg, brugg

Jæja, þá eru margar laganir farnar í mallakútinn og eru fleiri á næstunni.

Við Hallur pöntuðum 10 bjórkit frá Midwestsupplies (vonandi ekki japanskt supplies...) og verður gaman að brugga það og drekka. Meðal annars er þar að finna jólabjór, allskyns stout, hafraporter og fleira. Trappist var líka með í för.

Þegar Hjölli, vinur Halls og fiðluleikari, verður búinn að taka til í bílskúrnum sínum, þá förum við kannske í all-grain, ásamt Gissuri Páli stórsöngvara.

Ég er svo að fara í ferðalag með Friðgeiri, vinnufélaga mínum, um mið-Evrópu. Við fljúgum til Frankfurt og förum þaðan suður á bóginn um bæi suður-Þýzkalands og áfram til Sviss, en við áætlum að gista a.m.k. í Luzern. Þaðan er förinni heitið til Ítalíu, n.t.t. Mílanó og þar drekkum við í okkur menningu Ítala. Norðurförin fer svo um Ítalíu, Innsbruck í Austurríki og svo aftur til Hamborgar, en þar á amma Friðgeirs heima. Eftir nótt þar, munum við svo fara aftur til Frankfurt og heim.

Í nóvember ætla ég svo að skreppa til Thailands og slaka á í 4 vikur og láta nudda mig, milli þess sem ég ligg í sólbaði og drekk bjór...

Knús!