þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Voruð þið að bíða?

Á vordögum lofaði ég að vera latur að blogga og hef svo sannarlega staðið við það.

Síðan þá hefur þó nokkuð gerzt:

Ég fékk vinnu hjá ÍSOR, sem er stytting á íslenzkum orkurannsóknum. Það er sumsé jarðhitarannsóknarhluti Orkustofnunar sem var slitinn frá téðri stofnun árið 2003. Þar fékk ég vinnu sem mælingamaður, auk þess sem ég verð eitthvað notaður við að vesenast í forritun, aðallega varðandi gagnagrunna og þess háttar. Þetta er voðalega spennandi allt saman og verður gaman að læra á þetta allt í fyllingu tímans.

Síðan ég fékk þessa vinnu hef ég varla mátt vera að því að gera mikið nema vinna, éta og sofa, þó lítið hafi farið fyrir því síðastnefnda, allavega í júlímánuði.

Ég fæ nýja leigendur í litla, gula hænuhúsið mitt á Hnakkabæli, ég meina Selfossi. Fyrst mun ég þó þurfa að láta skipta um járn, pappa og jafnvel einhver borð á þakinu, því það er orðið anzi lélegt. Einnig ætla ég að láta skipta um þakjárn og pappa á bílskúrnum. Svo áætla ég að dunda mér við það í vetur að einangra skúrinn og innrétta hann sem stúdíóíbúð og leigja út, nema ég búi þar sjálfur. Hver veit? Aðeins tíminn mun leiða það í ljós.

Meira síðar. Bless, elskurnar!

Aðalönd

Engin ummæli: