mánudagur, 29. júní 2009

Meira af bruggun

Jæja, þá er þetta hafið.

Ég lagði í 11. júní í Octane Indian Pale Ale, sem er fremur ,,humlaður" bjór, þ.e. að humlarnir eru sterkir í honum. Aðrir bjórar geta verið t.d. ,,maltaðri". Aðrar tegundir sem ég pantaði voru Honey Weizen, sem er hunangs-hveitibjór, Honey bee ale, sem er hunangsöl (ekki hveiti) og svo að lokum Noble Trappist, sem er bjór, bruggaður eftir belgískri hefð, með belgískum kandís. Mjög spennandi allt saman!

Við Hallur vinur minn ákváðum að rotta okkur saman í þessu, þannig að við skiptum öllu niður 50/50. Næst ætlum við að athuga með stout-bjór og hveitibjór (dökkan), ásamt einhverju fleiru...

Nú er IPA-bjórinn í seinni gerjun, meðan Trappist-bjórinn er í fyrri gerjun. Næst verður Honey Weizen settur í tunnuna.

Meira síðar. Kveðja, Sjonni

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hvenær er svo boðið í smökkun?

Sigurjón V. sagði...

Það verður í ágús einhvern tímann. Eða september...